Erlent

Luciano Pavarotti jarðsunginn

Vinir, ættingjar og aðdáendur stórtenórsins Lucianos Pavarotti fylgdu honum til grafar í heimabæ hans, Modena á Ítalíu í dag.

Dómkirkjan í Modenna var þéttsetin af ættingjum tenórsins og vinum og var útförinni sjónvarpað beint um allan heim. Fyrir utan kirkjuna horfðu tugþúsindir manna með athöfninni til heiðurs söngvaranum.

Kista meistarans lá þakin blómum á altarinu og Nicoletta Mantovani eiginkona hans sat álút hjá. Nærri voru börnin hans þrjú úr fyrra hjónabandi.

Tenórinn lést á fimmtudag eftir eins árs baráttu við krabbamein. Hann var sjötíu og eins árs gamall. Benedikt páfi 16. sendi skeyti til ættingja sem lesið var upp við athöfnina

Meðal þeirra sem voru við útförina voru Romano Prodi, Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, og Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdarstjóri sameinuðu þjóðanna.

Pavarotti var af mörgum talinn besti tenór heims enda var söngur hans jafnan áreynslulaus. Meðal þeirra sem sungu við athöfnina var tenórinn Andrea Bocelli sem söng Ave Verum Corpus eftir Mozart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×