Erlent

Fæddist í 23. viku meðgöngu og lifði af

Á myndinni má sjá Amilliu rétt eftir fæðingu. Hún var aðeins 24 og hálfur sentimeter á lengd þegar hún fæddist.
Á myndinni má sjá Amilliu rétt eftir fæðingu. Hún var aðeins 24 og hálfur sentimeter á lengd þegar hún fæddist. MYND/AP
Fyrirburi sem læknar segja að hafi eytt minni tíma í móðurkviði en nokkur annar verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í dag. Amillia Sonja Taylor var aðeins 24 og hálfur senitmeter á lengd og ekki nema 284 grömm á þyngd þegar hún fæddist þann 24. október á síðasta ári. Hún fæddist í 23. viku meðgöngu en algengt er að konur gangi með börn í 37 til 40 vikur. Amillia hefur verið í hitakassa og fengið súrefni síðan hún fæddist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×