Tímabært samkomulag þótt herinn hefði verið áfram 26. apríl 2007 14:39 Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra. Kosningar 2007 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir samningana við Norðmenn og Dani í varnar- og öryggismálum tímabæra jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið hér enn á landi. Geir sagðist ánægður með samkomulagið og að það væri í grunninn pólitísk yfirlýsing um samvinnu milli landanna. Það væru fimm mánuðir frá því að hann og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefðu hrint viðræðunum af stað og málið hefði gengið hratt því aðilar hafi fundið sameiginlega hagsmuni. Þá sagði Geir varnarsamninginn við Bandaríkin tryggja varnir landsins á ófriðartímum en eftirlit á hafi og lofti á friðartímum yrði í höndum Norðmanna og Dana. Það væri ljóst að mikil umferð skipa með gas og olíu yrði beggja vegna Íslands á næstu árum og Íslendingar vildu vera í samstarfi við löndin tvö um viðbrögð við slysum ef þau yrðu. Þá sagði hann samningana í þágu Dana og Norðmanna því með þeim fengju flugmenn í herjum þeirra að æfa sig. Þetta samkomulag hafi verið tímabært jafnvel þótt Bandaríkjaher hefði verið enn hér á landi. Geir benti á að viðræðum við Dani og Norðmenn í varnar- og öryggismálum væri lokið en viðræðum við Kanadamenn og Breta yrði haldið áfram. Þá hefðu Þjóðverjar lýst yfir áhuga á samstarfi og þeir myndu senda hingað hóp til að kanna aðstæður. Geir sagði samningana gerða með vitund og stuðningi framkvæmdastjóra NATO. Enn fremur sagði Geir að reynslan yrði að leiða í ljós hvað nákvæmlega yrði gert á grundvelli þessara rammasamkomulaga við Dani og Norðmenn. Framkvæmd þeirra yrði í höndum stjórnvalda á hverjum tíma. Samningarnir væru ekki alþjóðlegir og því hefði ekki þurft að bera þá undir Alþingi en á móti væri auðvelt að segja þeim upp. Um skiptingu kostnaðar sagði Geir að hver borgaði sitt. Ísland væri gistiríkið sem skaffaði aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir þjóðirnar og stæði straum af kostnaði við það. Hér væru ekki á ferðinn óútfylltar ávísanir. Það færi eftir umfangi æfinga en ekki væri um að ræða þann kostnað sem fylgdi því að halda úti flota herþotna. Geir sagði þetta samkomulag ekki hafa neina þýðingu í tenglsum við deilur þjóðanna í ýmsum málum, þetta væri sérmál. Íslendingar væru ósammála Norðmönnum um fiskverndarsvæðið við Svalbarða en þetta væru vinaþjóðir sem báðar teldu mikilvægt að hafa góð samskipti hvor við aðra.
Kosningar 2007 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira