Enski boltinn

Ramos: Defoe á framtíð hjá Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe og Kelvin Etuhu í leik Tottenham og Manchester City um helgina.
Jermain Defoe og Kelvin Etuhu í leik Tottenham og Manchester City um helgina. Nordic Photos / Getty Images

Jermain Defoe skoraði sigurmark Tottenham gegn Manchester City um helgina og segir Juande Ramos, stjóri liðsins, að Defoe eigi sér framtíð hjá liðinu.

Hann hefur þó ekki enn spilað heilan leik síðan að Ramos tók við stjórn Tottenham en hann kom inn á sem varamaður í leiknum um helgina á 77. mínútu.

Ramos ákvað að tefla fram Darren Bent við hlið Dimitar Berbatov í framlínunni í fjarveru Robbie Keane sem tók út leikbann.

En þrátt fyrir það segir Ramos að það sé engin goggunarröð meðal framherja liðsins.

„Við erum einfaldlega með fjóra framherja sem berjast um tvær stöður í byrjunarliðinu. Þannig að tveir verða í byrjunarliðinu hverju sinni og tveir á bekknum."

Defoe hefur lengi átt fremur erfitt uppdráttar hjá Tottenham og telja margir að sæti hans í enska landsliðinu væri síður í hættu ef hann myndi spila í liði þar sem hann væri byrjunarliðsmaður.

Honum stendur til boða að skrifa undir nýjan samning við Tottenham en það hefur hann ekki enn gert. Defoe hefur til að mynda verið orðaður við Manchester United.

Smelltu hér til að skoða samantekt úr leik Tottenham og Manchester City. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×