Enski boltinn

Wise vill vera á toppnum um áramótin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dennis Wise ætlar sér sigur í C-deildinni.
Dennis Wise ætlar sér sigur í C-deildinni. Nordic Photos / Getty Images

Dennis Wise viðurkenndi að hann hafi sett leikmönnum sínum það markmið að tryggja liðið toppsætið í ensku C-deildinni áður en árið er liðið.

Leeds byrjaði tímabilið með fimmtán stig í mínus en hefur borið höfuð og herðar yfir önnuð lið í deildinni. Liðið er nú með 32 stig og er aðeins tveimur stigum frá Swansea og Leyton Orient sem eru á toppnum. Swansea á reyndar leik til góða.

Leeds hefur unnið fimmtán leiki til þessa á tímabilinu, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Markatala liðsins er sú besta í deildinni, 38-13, en ekkert lið hefur hvorki skorað fleiri mörk né fengið færri á sig.

„Við verðum að sjá til hvort þetta tekst hjá þeim. Við verðum að halda þeim alla vega á tánum,“ sagði Wise.

Hann sagði einnig að hann væri nú að íhuga hvort hann ætti að styrkja leikmannahóp sinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

„Ég hef einhvern pening til umráða. Það er alltaf gott að fá nýja leikmenn en það verða að vera réttu leikmennirnir. Ef ég finn slíka leikmenn mun ég fá þá til liðsins.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×