Helgi í Góu dæmdur til að greiða 200 þúsund í sekt Andri Ólafsson skrifar 23. nóvember 2007 15:54 Helgi Vilhjálmsson í Góu Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, of kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi. Tveir fyrrverandi Félagsmálaráðherrar voru kallaðir fyrir dóm vegna málsins. Konurnar þrjár, sem allar eru frá Serbíu, komu hingað til lands árið 2005 til að leika knattspyrnu fyrir meistaraflokk Hauka. Helgi er einn aðal styrktaraðila íþróttafélagsins og var komist að samkomulagi um það að konurnar fengju vinnu hjá Helga samhliða því sem þær léku knattspyrnu fyrir Hauka. Konurnar þrjár þóttu ekki standa undir væntinum hjá Haukum og voru því leystar undan samningum sínum við liðið. Helgi var allt annað en óánægður með starfskrafta þeirra og vilda ólmur halda þeim áfram. Enda var að hans sögn erfitt að fá fólk í vinnu á þessum tíma. Helgi hóf því að vinna í því að útvega stúlkunum dvalar og atvinnuleyfi, þar sem þau leyfi sem konurnar höfðu runnu út þegar þær voru leystar undan samningi sínum við knattspyrnudeild Hauka. Það gekk erfiðlega að fá leyfin þrátt fyrir að Helgi hafi gengið á fund tveggja Félagsmálaráðherra til að reka á eftir erindi sínu, Magnúsar Stefánssonar og Jóns Kristjánssonar. Erindi Helga var ávallt synjað en Helgi hélt áfram að hafa konurnar í vinnu og greiða þeim laun. Þegar útséð var um að þær mundu fá leyfi yfirgáfu konurnar landið í byrjun árs 2006. Þá var málinu ekki lokið heldur var ákæra gefin út á hendur Helga sem þurfti svo í dag að punga út 200 þúsund krónum fyrir að hafa konurnar í vinnu á meðan hann reyndi að útvega þeim leyfi. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, of kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi. Tveir fyrrverandi Félagsmálaráðherrar voru kallaðir fyrir dóm vegna málsins. Konurnar þrjár, sem allar eru frá Serbíu, komu hingað til lands árið 2005 til að leika knattspyrnu fyrir meistaraflokk Hauka. Helgi er einn aðal styrktaraðila íþróttafélagsins og var komist að samkomulagi um það að konurnar fengju vinnu hjá Helga samhliða því sem þær léku knattspyrnu fyrir Hauka. Konurnar þrjár þóttu ekki standa undir væntinum hjá Haukum og voru því leystar undan samningum sínum við liðið. Helgi var allt annað en óánægður með starfskrafta þeirra og vilda ólmur halda þeim áfram. Enda var að hans sögn erfitt að fá fólk í vinnu á þessum tíma. Helgi hóf því að vinna í því að útvega stúlkunum dvalar og atvinnuleyfi, þar sem þau leyfi sem konurnar höfðu runnu út þegar þær voru leystar undan samningi sínum við knattspyrnudeild Hauka. Það gekk erfiðlega að fá leyfin þrátt fyrir að Helgi hafi gengið á fund tveggja Félagsmálaráðherra til að reka á eftir erindi sínu, Magnúsar Stefánssonar og Jóns Kristjánssonar. Erindi Helga var ávallt synjað en Helgi hélt áfram að hafa konurnar í vinnu og greiða þeim laun. Þegar útséð var um að þær mundu fá leyfi yfirgáfu konurnar landið í byrjun árs 2006. Þá var málinu ekki lokið heldur var ákæra gefin út á hendur Helga sem þurfti svo í dag að punga út 200 þúsund krónum fyrir að hafa konurnar í vinnu á meðan hann reyndi að útvega þeim leyfi.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira