Innlent

Enska draumadeildin hafin á Vísi

MYND/AP

Vísir hefur hleypt af stokkunum ensku draumadeildinni fyrir lesendur vefjarins eftir frábærar viðtökur í íslensku draumadeildinni.

Í ensku draumadeildinni geta þátttakendur stillt upp sínu draumaliði og fá leikmenn stig eftir frammistöðu sinni í raunverulegum leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Gefin eru stig fyrir sigur, mörk og fleira en stig dreginf frá fyrir gul og rauðs spjöld og slaka frammistöðu.

Þátttakendur geta einnig stofnað og skráð eigin deildir og þar att kappi við vini og vinnufélaga. Hvert lið getur verið í mörgum einkadeildum og er ekkert hámark á hve mörg lið geta verið í hverri einkadeild.

Draumadeildin enska kemur í kjölfar íslensku draumadeildarinnar sem notið hefur fádæma vinsælda á Vísi í sumar. Alls eru um átta þúsund lið skráð til þátttöku þar en það er að sögn fróðra manna Íslandsmet.

Draumadeild ensku úrvalsdeildarinnar er í samvinnu við Egils Gull og eru vegleg verðlaun í boði fyrir bestu þjálfarana, þar á meðal 100 þúsund króna ferðaávísun, PS3-leikjatölva, gjafabréf frá Argentínu steikhúsi og glaðningar frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Hægt er að skrá sig á slóðinni http://www.draumadeildin.is/ens




Fleiri fréttir

Sjá meira


×