Verði að virða það sem þjóðin vilji Lovísa Arnardóttir skrifar 3. desember 2024 11:06 Kristrún Frostadóttir segir vilja þjóðarinnar skýran og það sé á þeirra ábyrgð að skoða það hvort möguleiki sá á þriggja flokka stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það séu þeir þrír flokkar sem hafi fengið sterkustu kosninguna. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur falið Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún mun boða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins á sinn fund eftir hádegi. Niðurstaðan sé skýr og þessir þrír flokkar með sterkustu kosninguna. Halla sagði í yfirlýsingu sinni að eftir fundi hennar með formönnum í gær og frekari samtöl við Kristrúnu hafi hún ákveðið að fela henni umboðið. „Eftir það samtal hef ég falið Kristrún Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar,“ segir Halla og að Kristrún hafi sagt henni að hún sé þegar í virku samtali við formenn annarra flokka sem hafi einnig tjáð henni að þeir séu reiðbúnir í viðræður við Samfylkinguna. „Ég held að kosningaúrslitin hafi verið skýr og samtöl gærdagsins leiddu í ljós að þetta væri rétta skrefið.“ Hún segir ekki tímamörk á viðræðunum en að hún muni fylgjast vel með þeim. Þrír flokkar sem náðu mestum árangri Kristrún segir úrslitin skýr og henni hafi verið falið umboðið. Það séu þrír flokkar sem hafi náð mestum árangri, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins og hún ætli að boða formenn þeirra á fund eftir hádegi. „Til þess að ræða næstu skref. Því ég tel það brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu. Það skiptir máli að við náum festu í landsstjórnina,“ segir Kristrún og að það verði lykilverkefni næstu ríkisstjórnar að ná festu í efnahagsmálum og að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu, og verðmætasköpun til að tryggja innviði. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu í þessari stöðu.“ Bjartsýn að þær geti náð saman Hún segist bjartsýn fyrir viðræðunum. Það væri mikill sameiginlegur málefnalegur grundvöllur. Flokkarnir væru ólíkir en hún teldi að flokkarnir geti náð saman. Hún og formenn hinna flokkanna væru lausnarmiðaðar og hún hefði trú á að þær geti náð saman. Halla Tómasdóttir forseti Íslands segir engin tímamörk á viðræðunum en að hún muni fylgjast vel með.Vísir/Vilhelm „Auðvitað eru ólíkar áherslur, þess vegna erum við í ólíkum flokkum. En ég held að við ættum að geta náð saman um mörg stór og mikilvæg mál,“ segir Kristrún og að það ráðist á næstu dögum. Samstaðan verði að koma af sjálfu sér Hún muni boða þær á fund í dag en það verði tekinn einn dagur í einu. Hún segir að það verði að finna samstöðuna strax á næstu dögum, annað hvort sé málefnalegur grundvöllur eða ekki. Hún vilji ekki eyða of miklum tíma í það ef það er ekki samstaða. „Hún verður að koma af sjálfu sér fyrstu dagana.“ Verði að virða það sem þjóðin vilji Kristrún segist fara jákvæð og bjartsýn í viðræðurnar. En að auki sé skýrt ákall frá kjósendum um breytingar og það verði að bera virðingu fyrir því sem þjóðin vill. „Við verðum að niðurstöðu kosningar. Það kemur skýrt ákall frá kjósendum um breytingar. Þetta eru þeir þrír flokkar sem fá í rauninni sterkustu kosninguna miðað við það sem áður. Við verðum að virða það sem þjóðinn vill og berum ákveðna ábyrgð að finna flöt á þessu samstarfi.“ Hún vill ekki segja hvort hún geri tilkall til forsætisráðuneytisins. Þær muni byrja á því að ræða málefnin. Kristrún segist ekki hafa áhyggjur af málefnagrundvelli, hún myndi ekki fara í viðræðurnar ef hún teldi ekki grundvöll fyrir því að ná saman. Hún segir að síðar í dag muni þær líklega ræða saman ræða frekar við fréttamenn. Alþingiskosningar 2024 Forseti Íslands Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Halla sagði í yfirlýsingu sinni að eftir fundi hennar með formönnum í gær og frekari samtöl við Kristrúnu hafi hún ákveðið að fela henni umboðið. „Eftir það samtal hef ég falið Kristrún Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar,“ segir Halla og að Kristrún hafi sagt henni að hún sé þegar í virku samtali við formenn annarra flokka sem hafi einnig tjáð henni að þeir séu reiðbúnir í viðræður við Samfylkinguna. „Ég held að kosningaúrslitin hafi verið skýr og samtöl gærdagsins leiddu í ljós að þetta væri rétta skrefið.“ Hún segir ekki tímamörk á viðræðunum en að hún muni fylgjast vel með þeim. Þrír flokkar sem náðu mestum árangri Kristrún segir úrslitin skýr og henni hafi verið falið umboðið. Það séu þrír flokkar sem hafi náð mestum árangri, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins og hún ætli að boða formenn þeirra á fund eftir hádegi. „Til þess að ræða næstu skref. Því ég tel það brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu. Það skiptir máli að við náum festu í landsstjórnina,“ segir Kristrún og að það verði lykilverkefni næstu ríkisstjórnar að ná festu í efnahagsmálum og að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu, og verðmætasköpun til að tryggja innviði. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu í þessari stöðu.“ Bjartsýn að þær geti náð saman Hún segist bjartsýn fyrir viðræðunum. Það væri mikill sameiginlegur málefnalegur grundvöllur. Flokkarnir væru ólíkir en hún teldi að flokkarnir geti náð saman. Hún og formenn hinna flokkanna væru lausnarmiðaðar og hún hefði trú á að þær geti náð saman. Halla Tómasdóttir forseti Íslands segir engin tímamörk á viðræðunum en að hún muni fylgjast vel með.Vísir/Vilhelm „Auðvitað eru ólíkar áherslur, þess vegna erum við í ólíkum flokkum. En ég held að við ættum að geta náð saman um mörg stór og mikilvæg mál,“ segir Kristrún og að það ráðist á næstu dögum. Samstaðan verði að koma af sjálfu sér Hún muni boða þær á fund í dag en það verði tekinn einn dagur í einu. Hún segir að það verði að finna samstöðuna strax á næstu dögum, annað hvort sé málefnalegur grundvöllur eða ekki. Hún vilji ekki eyða of miklum tíma í það ef það er ekki samstaða. „Hún verður að koma af sjálfu sér fyrstu dagana.“ Verði að virða það sem þjóðin vilji Kristrún segist fara jákvæð og bjartsýn í viðræðurnar. En að auki sé skýrt ákall frá kjósendum um breytingar og það verði að bera virðingu fyrir því sem þjóðin vill. „Við verðum að niðurstöðu kosningar. Það kemur skýrt ákall frá kjósendum um breytingar. Þetta eru þeir þrír flokkar sem fá í rauninni sterkustu kosninguna miðað við það sem áður. Við verðum að virða það sem þjóðinn vill og berum ákveðna ábyrgð að finna flöt á þessu samstarfi.“ Hún vill ekki segja hvort hún geri tilkall til forsætisráðuneytisins. Þær muni byrja á því að ræða málefnin. Kristrún segist ekki hafa áhyggjur af málefnagrundvelli, hún myndi ekki fara í viðræðurnar ef hún teldi ekki grundvöll fyrir því að ná saman. Hún segir að síðar í dag muni þær líklega ræða saman ræða frekar við fréttamenn.
Alþingiskosningar 2024 Forseti Íslands Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira