Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás

Héraðsdómur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisafbrot og líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Ákæran var í þremur liðum.

Maðurinn var ákærður fyrir frelsissviptingu, með því að halda konu nauðugri í íbúð frá miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 3. desember og fram eftir degi. Ákærði varnaði því að konan hringdi í Neyðarlínu í því skyni að leita sér hjálpar og milli þess sem ákærði beitti hana hótunum og ofbeldi fylgdi hann henni eftir um íbúðina.

Í öðru lagi var hann ákærður fyri stórfellda líkamsárás, með því að hafa um miðnætti ráðist að konuna og slegið hana hnefahögg í vinstra gagnauga, hnefahögg í kjálka vinstra megin, rifið í hár hennar og dregið hana á hárinu inn í svefnherbergi íbúðarinnar. Fleygt þar konunni í rúmið og skipað henni að fara úr fötunum og þegar hún var orðin nakin slegið hana með flötum lófa vinstra megin í andlitið. Um nóttina og fram undir morgun ítrekað beitt konuna ofbeldi, ógnað henni með kjötexi og búrhníf, ítrekað slegið hana hnefahögg og lamið með flötu blaði kjötaxarinnar aðallega á upphandleggi og aftanverð læri en einnig annars staðar á líkamann og síðar einnig lamið hana á sömu líkamshluta með flötu blaði búrhnífs og í nokkur skipti þrýst kodda fyrir andlit hennar þar til hún var við að missa meðvitund.

Í þriðja lagi fyrir kynferðisbrot með því að hafa, í tvö aðgreind skipti á ofangreindu tímabili, með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, þröngvað konunni til samræðis.

Konan hlaut ýmis meiðsl á líkamanum sem rekja má til árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×