Kaflaskil í gæðamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 2. september 2007 06:00 Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar