Bankar þrifust illa í skjóli ríkisvaldsins Björgvin Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2007 00:01 Frá málþingi í Landsbankanum Jónas Haralz, Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. „Þeir kunna að sigla djarft,“ sagði Jónas um núverandi stjórnendur bankans. Jónasi Haralz, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var það fullljóst árið 1984 að eðlileg bankastarfsemi gæti ekki komist á hér á landi á meðan bankarnir væru í eigu og undir náinni umsjá ríkisins. Hann segir samt að enginn pólitískur grundvöllur hafi verið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna á þeim tíma né fyrirsjáanlegt að hann gæti orðið til. Undir þeim kringumstæðum taldi hann eðlilegt millistig að breyta bönkunum í hlutafélög í eigu ríkisins þar sem fylgt væri hliðstæðum stjórnarháttum og tíðkuðust í hlutafélögum almennt. „Þetta myndi gera ríkisbönkunum auðveldara að laga sig að nýjum aðstæðum og keppa við vaxandi einkabanka án þess að styðjast við forréttindi ríkisábyrgðar. Fyrir slíkri breytingu var þó heldur ekki pólitískur grundvöllur á þessum tíma. Það er ekki fyrr en með breytingu Útvegsbankans í hlutafélag og þeim samruna við einkabanka sem því fylgdi sem ný viðhorf koma til sögunnar en þetta gerðist ekki fyrr en undir lok áratugarins,“ skrifar Jónas í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í síðustu viku og er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Grein Jónasar heitir Hefðir og umbreyting og fjallar um störf hans sem bankastjóri Landsbankans árin 1969 til 1988. Jónas rifjaði upp fund með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra í mars 1988. Fór hann þar yfir stöðu bankans og sagði nauðsynlegt að efla bankann og styrkja í vaxandi samkeppni á peningamarkaðnum. Auka þyrfti eigið fé hans um að minnsta kosti tvo milljarða króna. Breyting bankans í hlutafélagsbanka kæmi mjög til álita. Það var svo aftur árið 1989, þegar Jónas vann í Alþjóðabankanum, að hann fagnaði tilkomu Íslandsbanka í Morgunblaðsgrein. Sagði hann að enn yrði þó meira en helmingur bankakerfisins í ríkiseign. Þeir bankar nytu ríkisábyrgðar jafnframt því sem ætlast væri til að þeir tækju sérstakt tillit til einstakra atvinnugreina og ýmissa annarra sjónarmiða stjórnvalda. Nýjar aðstæður krefðust breytinga. Til að byrja með að breyta bönkunum í hlutafélög. Jónas sagðist hafa litið á hlutafélagavæðingu sem fyrsta skrefið í einkavæðingu bankakerfisins. Ekkert hefði síðan gerst fyrr en 1989 þegar hlutafélagavæðingin gekk eftir. Í upphafi þessarar aldar voru síðan bankarnir seldir. Þá voru um átján ár frá því að Jónasi var fullljóst að ríkið þyrfti að draga saman umsvif sín í bankarekstri. Jónas sagði á málþinginu að honum virtist sem einkavæðingin hefði tekist vel. Hann fylgdist með Landsbankanum og sagði þá sem þar stjórnuðu fara fram af varúð og íhygli. Þeir kynnu að sigla djarft en rifuðu seglin þegar á móti blési. Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Jónasi Haralz, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var það fullljóst árið 1984 að eðlileg bankastarfsemi gæti ekki komist á hér á landi á meðan bankarnir væru í eigu og undir náinni umsjá ríkisins. Hann segir samt að enginn pólitískur grundvöllur hafi verið fyrir einkavæðingu ríkisbankanna á þeim tíma né fyrirsjáanlegt að hann gæti orðið til. Undir þeim kringumstæðum taldi hann eðlilegt millistig að breyta bönkunum í hlutafélög í eigu ríkisins þar sem fylgt væri hliðstæðum stjórnarháttum og tíðkuðust í hlutafélögum almennt. „Þetta myndi gera ríkisbönkunum auðveldara að laga sig að nýjum aðstæðum og keppa við vaxandi einkabanka án þess að styðjast við forréttindi ríkisábyrgðar. Fyrir slíkri breytingu var þó heldur ekki pólitískur grundvöllur á þessum tíma. Það er ekki fyrr en með breytingu Útvegsbankans í hlutafélag og þeim samruna við einkabanka sem því fylgdi sem ný viðhorf koma til sögunnar en þetta gerðist ekki fyrr en undir lok áratugarins,“ skrifar Jónas í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í síðustu viku og er gefið út af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Grein Jónasar heitir Hefðir og umbreyting og fjallar um störf hans sem bankastjóri Landsbankans árin 1969 til 1988. Jónas rifjaði upp fund með Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra í mars 1988. Fór hann þar yfir stöðu bankans og sagði nauðsynlegt að efla bankann og styrkja í vaxandi samkeppni á peningamarkaðnum. Auka þyrfti eigið fé hans um að minnsta kosti tvo milljarða króna. Breyting bankans í hlutafélagsbanka kæmi mjög til álita. Það var svo aftur árið 1989, þegar Jónas vann í Alþjóðabankanum, að hann fagnaði tilkomu Íslandsbanka í Morgunblaðsgrein. Sagði hann að enn yrði þó meira en helmingur bankakerfisins í ríkiseign. Þeir bankar nytu ríkisábyrgðar jafnframt því sem ætlast væri til að þeir tækju sérstakt tillit til einstakra atvinnugreina og ýmissa annarra sjónarmiða stjórnvalda. Nýjar aðstæður krefðust breytinga. Til að byrja með að breyta bönkunum í hlutafélög. Jónas sagðist hafa litið á hlutafélagavæðingu sem fyrsta skrefið í einkavæðingu bankakerfisins. Ekkert hefði síðan gerst fyrr en 1989 þegar hlutafélagavæðingin gekk eftir. Í upphafi þessarar aldar voru síðan bankarnir seldir. Þá voru um átján ár frá því að Jónasi var fullljóst að ríkið þyrfti að draga saman umsvif sín í bankarekstri. Jónas sagði á málþinginu að honum virtist sem einkavæðingin hefði tekist vel. Hann fylgdist með Landsbankanum og sagði þá sem þar stjórnuðu fara fram af varúð og íhygli. Þeir kynnu að sigla djarft en rifuðu seglin þegar á móti blési.
Héðan og þaðan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira