Viðskipti innlent

Kaupa Intersport

Allir hluthafar Intersport A/S í Danmörku hafa samþykkt yfirtökutilboð fjárfestingafélagsins Arevs og Straums-Burðaráss í keðjuna. Þá hafa 96 prósent hluthafa verslana Intersport samþykkt tilboðið. Áreiðanleikakönnun fer nú fram en allt bendir til þess að af kaupunum verði.

Fjárfestingafélagið Arev er í aðal­eigu fjárfestisins Jóns Scheving Thorsteinssonar. Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki veitti Arev ráðgjöf og fjármagnaði kaupin að hluta. Ekki hefur komið fram hversu hátt tilboðsverðið er. Í frétt á vef danska viðskiptablaðsins Børsen er talið að tilboðið liggi í kringum einn milljarð danskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×