Eskimo færir út kvíarnar 14. febrúar 2007 00:01 Ásta Kristjánsdóttir, sem stofnaði Eskimo, er nú með annan fótinn á Indlandi vegna umsvifa módelskrifstofunnar þar. Eskimo var með fyrstu erlendu módelskrifstofunum til að koma sér fyrir í Bombay og nýtur þess nú í harðnandi samkeppni. MYND/Heiða Við viljum bæta við okkur og nýta vörumerkið,“ segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo, þar sem hún kemur sér þægilega fyrir í sófanum á 101 Bar í miðbæ Reykjavíkur og fær sér te. Ásta hefur ásamt Andreu Brabin unnið heilmikla þróunarvinnu vegna framleiðslu og sölu fatnaðar undir merkjum Eskimo. Í kjölfarið kann svo að fylgja margvísleg framleiðsla önnur, snyrtivörur, vatn og jafnvel matvara. „Við erum mjög bjartsýn á þetta og berum töluverðar væntingar til þessarar nýju framleiðslu hjá okkur.“ Ásta áréttar að ekki sé ætlunin að færa fyrirtækið sem byggst hefur upp á miklum hraða undanfarin ár yfir í nýja starfsemi heldur byggja á þeim grunni sem til er orðinn og útvíkka starfsemina. „Við förum rólega af stað í þetta og sjáum hvernig gengur.“ Ásta stofnaði Eskimo fyrir tíu árum og hóf starfsemi í litlu herbergi í Bankastræti. Nokkrum árum síðar sameinaðist Eskimo fyrirtækinu Casting sem var rekið af Andreu Brabin. Núna er Eskimo með sex skrifstofur í þremur heimsálfum. Fyrirtækið er það stærsta á sviði hæfileikaleitar fyrirsætna í Rússlandi og hefur um þessar mundir á að skipa 150 fyrirsætum sem hægt er að kalla til starfa með sáralitlum fyrirvara og senda til starfa um heim allan.Sölustarf að hefjastAndrea Brabin, Dr. Abdul Kalam Indlandsforseti og Dina Karznova Starfsemi Eskimo hefur vakið verðskuldaða athygli á Indlandi, en módelskrifstofan er með umsvifamestu erlendu fyrirtækjum af sama meiði þar í landi.Sala á fatnaði Eskimo er ekki enn hafin, en fyrsta markaðssetning á nýrri kjólalínu Eskimo er að hefjast um þessar mundir. Fyrirtækið hefur sent stúlkum sem eru á skrá hjá fyrirtækinu og eru að fara að fermast auglýsingabækling með tilboði um kjól og myndatöku. Eins segir Ásta þessa fyrstu framleiðslu og sölu mikilvæga til að átta sig á hvernig fólk taki merkinu. „Föt eru bara föt, en fólk er að kaupa merki.“Ásta segir þægilegt að fara hér af stað með nýju línuna og hægt að nota Ísland sem nokkurs konar tilraunamarkað. Eskimo segir hún að eigi enda rætur sínar og uppruna hér á landi og að hér komi fyrirtækið til með að vera með sína aðalskrifstofu áfram. Kjólarnir sem í boði eru núna í takmörkuðu upplagi eru í tveimur litum, bláum og bleikum, úr E-fatalínu Eskimo og eru svokallaðir vafningskjólar. „Við viljum kanna hvernig þessar stúlkur taka kjólunum, en svo eru fleiri útfærslur á leiðinni líka.“ „Allt er þetta á þróunarstigi hjá okkur og við tökum lítil skref í einu þannig að kannski borgar sig ekki að vera með stórar yfirlýsingar,“ segir Ásta hógvær. „En annars erum við að leita að samstarfsfyrirtæki til að fara í þetta með okkur,“ bætir hún við og segir Eskimo vilja einbeita sér að því sem þar er gert vel og láta öðrum eftir þær hliðar fataframleiðslunnar sem fyrirtækið þekkir síður inn á. „Við erum þess vegna að leita að samstarfsaðila sem er sterkur á sviði dreifingar og framleiðslu, en á því höfum við náttúrlega litla þekkingu.“ Ásta segir viðræður um þessa hluti á byrjunarstigi, en telur ekki loku fyrir það skotið að hér innanlands kunni að vera að finna fólk sem kann fyrir sér á þessum sviðum.„Við hins vegar teljum okkur búa að nokkru forskoti fyrir að vera búin að byggja upp vörumerki sem þekkt er fyrir að tengjast tísku og lífsstíl. Svo erum við náttúrlega komnar inn á mjög stóran markað sem alþjóðlegar verslunarkeðjur eru núna að fara inn á,“ segir Ásta og vísar þar til Indlands. „Þá erum við með á okkar snærum módel, ljósmyndara og annað starfsfólk, sem hægt er að kalla til verkefna með skömmum fyrirvara.“ Þannig segir Ásta að Eskimo leiki sér að því að búa til á stuttum tíma og með litlum kostnaði kynningarbæklinga og annað auglýsingaefni sem annars væri stórmál fyrir aðra að láta gera fyrir sig. Þá segir hún fyrirtækinu hafa gengið vel að kynna sig í gegnum tíðina og ávallt notið nokkuð mikillar athygli.Áhersla á Indland og ÍslandFyrstu skrefin til að víkka út starfsemi Eskimo voru tekin eftir að fyrirtækið fékk styrk frá Útflutningsráði til að þróa snyrtivörulínu. Þegar þau mál voru síðan skoðuð ofan í kjölinn kom í ljós að mun flóknara ferli var og dýrara að hefja slíka framleiðslu. „Við ákváðum því að byrja á að skoða fatnaðinn og ef það gengur vel að bæta þá kannski snyrtivörunum við.“ Ásta segir líka skipta máli að fyrirtækið hafi fengi til liðsinnis við sig breska fjárfestingarfélagið ESS fyrir um einu og hálfu ári. „Þeir fjárfestu í okkur sérstaklega með það í huga að tengja vörumerki Eskimo við einhvers konar vörur, fatnað, snyrtivörur eða annað, eins og til dæmis vatn eða matvöru.“Mikill uppgangur er á Indlandi og segir Ásta Eskimo klárlega njóta þess nú að hafa verið með þeim fyrstu til að koma sér fyrir í Bombay. „Við finnum að við höfum smáforskot á þessi stóru merki sem eru að koma inn á eftir okkur og að byrja að auglýsa sig upp núna.“ Áherslan er hins vegar á Indland og Ísland fyrsta kastið. Þá segir Ásta hjálpa til að vera búin að koma sér fyrir á Indlandi þar sem landið sé þekkt fyrir fataframleiðslu. „Þeir eru með verksmiðjur og við höfum greiðan aðgang að þeim, þótt við gerum þetta að vísu í mjög takmörkuðu upplagi til að byrja með. Á Indlandi erum við hins vegar með skrifstofur og fólk sem hjálpað getur til og fylgst með að allt sé í lagi komi til þess að við förum út í stórfellda framleiðslu.“ Frekari vöxt segir Ásta svo vel mögulegan enda Eskimo með útibú í sex löndum, Indlandi, Rússlandi, Slóvakíu, Tékklandi og Brasilíu, auk Íslands. „Við erum með ágætis markaðsstöðu í Síberíu og gengur vel. Við erum staðsett þar á miklu framleiðslusvæði en það er kannski seinni tíma músík. Núna einbeitum við okkur að Indlandi og Íslandi. Möguleikarnir á frekari vexti koma svo kannski dálítið í ljós þegar við höfum fundið okkur samstarfsaðila.“ Vörumerki Eskimo segist Ásta hins vegar myndu vilja sjá fara inn á Asíumarkað, Bandaríkin og svo heimamarkað á Íslandi til að byrja með. „En allt ræðst þetta svolítið af því hvað við erum heppin með samstarfsaðila.“Ákveðin forréttindi eru að sögn Ástu að fá að fylgjast með þeim miklu breytingum sem ríða yfir á Indlandi en þar hefur hagvöxtur verið hvað örastur í heiminum síðustu árin. Þegar Eskimo setti af stað skrifstofu í Bombay fyrir um tveimur árum var stórmál að koma upp tengingum við netið, hvað þá annað. „Núna eru allir með nettengingu og borgin mjög ört að fá á sig vestrænt yfirbragð. Reyndar er svolítið sorglegt að sjá borgina breytast svona hratt og verða vestrænni með hverjum deginum þótt auðvitað sé það spennandi líka.“ Þá segir hún hafa verið afar lærdómsríkt að koma inn á þennan markað þótt það hafi að vissu leyti verið erfitt líka.„Fólk kemur til dæmis alltaf of seint á fundi, skriffinnska er meiri og svo er samningatækni til dæmis allt öðru vísi. Stundum er eins og fólk þurfi að tala mjög mikið í kringum hlutina áður en hægt er að koma nokkru í verk, meðan hér er hægt að hefjast fyrr handa.“ Eitt það fyrsta sem Ástu var sagt að læra var indverska orðið „aramse“, en það þýðir „slakaðu á“, og hafi verið ótrúlega mikilvægt. „Ef maður gerði það ekki er hætta á að maður fengi taugaáfall. Þarna fylgir maður bara straumnum því ekki þýðir að synda á móti honum. Eftir nokkra mánuði uppgötvar maður að ekki er hægt að breyta Indlandi, maður verður bara að taka þátt og vera með. Aramse, það var mikilvægt að læra það,“ segir Ásta íhugul og klárar rólega úr tebollanum. Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Við viljum bæta við okkur og nýta vörumerkið,“ segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo, þar sem hún kemur sér þægilega fyrir í sófanum á 101 Bar í miðbæ Reykjavíkur og fær sér te. Ásta hefur ásamt Andreu Brabin unnið heilmikla þróunarvinnu vegna framleiðslu og sölu fatnaðar undir merkjum Eskimo. Í kjölfarið kann svo að fylgja margvísleg framleiðsla önnur, snyrtivörur, vatn og jafnvel matvara. „Við erum mjög bjartsýn á þetta og berum töluverðar væntingar til þessarar nýju framleiðslu hjá okkur.“ Ásta áréttar að ekki sé ætlunin að færa fyrirtækið sem byggst hefur upp á miklum hraða undanfarin ár yfir í nýja starfsemi heldur byggja á þeim grunni sem til er orðinn og útvíkka starfsemina. „Við förum rólega af stað í þetta og sjáum hvernig gengur.“ Ásta stofnaði Eskimo fyrir tíu árum og hóf starfsemi í litlu herbergi í Bankastræti. Nokkrum árum síðar sameinaðist Eskimo fyrirtækinu Casting sem var rekið af Andreu Brabin. Núna er Eskimo með sex skrifstofur í þremur heimsálfum. Fyrirtækið er það stærsta á sviði hæfileikaleitar fyrirsætna í Rússlandi og hefur um þessar mundir á að skipa 150 fyrirsætum sem hægt er að kalla til starfa með sáralitlum fyrirvara og senda til starfa um heim allan.Sölustarf að hefjastAndrea Brabin, Dr. Abdul Kalam Indlandsforseti og Dina Karznova Starfsemi Eskimo hefur vakið verðskuldaða athygli á Indlandi, en módelskrifstofan er með umsvifamestu erlendu fyrirtækjum af sama meiði þar í landi.Sala á fatnaði Eskimo er ekki enn hafin, en fyrsta markaðssetning á nýrri kjólalínu Eskimo er að hefjast um þessar mundir. Fyrirtækið hefur sent stúlkum sem eru á skrá hjá fyrirtækinu og eru að fara að fermast auglýsingabækling með tilboði um kjól og myndatöku. Eins segir Ásta þessa fyrstu framleiðslu og sölu mikilvæga til að átta sig á hvernig fólk taki merkinu. „Föt eru bara föt, en fólk er að kaupa merki.“Ásta segir þægilegt að fara hér af stað með nýju línuna og hægt að nota Ísland sem nokkurs konar tilraunamarkað. Eskimo segir hún að eigi enda rætur sínar og uppruna hér á landi og að hér komi fyrirtækið til með að vera með sína aðalskrifstofu áfram. Kjólarnir sem í boði eru núna í takmörkuðu upplagi eru í tveimur litum, bláum og bleikum, úr E-fatalínu Eskimo og eru svokallaðir vafningskjólar. „Við viljum kanna hvernig þessar stúlkur taka kjólunum, en svo eru fleiri útfærslur á leiðinni líka.“ „Allt er þetta á þróunarstigi hjá okkur og við tökum lítil skref í einu þannig að kannski borgar sig ekki að vera með stórar yfirlýsingar,“ segir Ásta hógvær. „En annars erum við að leita að samstarfsfyrirtæki til að fara í þetta með okkur,“ bætir hún við og segir Eskimo vilja einbeita sér að því sem þar er gert vel og láta öðrum eftir þær hliðar fataframleiðslunnar sem fyrirtækið þekkir síður inn á. „Við erum þess vegna að leita að samstarfsaðila sem er sterkur á sviði dreifingar og framleiðslu, en á því höfum við náttúrlega litla þekkingu.“ Ásta segir viðræður um þessa hluti á byrjunarstigi, en telur ekki loku fyrir það skotið að hér innanlands kunni að vera að finna fólk sem kann fyrir sér á þessum sviðum.„Við hins vegar teljum okkur búa að nokkru forskoti fyrir að vera búin að byggja upp vörumerki sem þekkt er fyrir að tengjast tísku og lífsstíl. Svo erum við náttúrlega komnar inn á mjög stóran markað sem alþjóðlegar verslunarkeðjur eru núna að fara inn á,“ segir Ásta og vísar þar til Indlands. „Þá erum við með á okkar snærum módel, ljósmyndara og annað starfsfólk, sem hægt er að kalla til verkefna með skömmum fyrirvara.“ Þannig segir Ásta að Eskimo leiki sér að því að búa til á stuttum tíma og með litlum kostnaði kynningarbæklinga og annað auglýsingaefni sem annars væri stórmál fyrir aðra að láta gera fyrir sig. Þá segir hún fyrirtækinu hafa gengið vel að kynna sig í gegnum tíðina og ávallt notið nokkuð mikillar athygli.Áhersla á Indland og ÍslandFyrstu skrefin til að víkka út starfsemi Eskimo voru tekin eftir að fyrirtækið fékk styrk frá Útflutningsráði til að þróa snyrtivörulínu. Þegar þau mál voru síðan skoðuð ofan í kjölinn kom í ljós að mun flóknara ferli var og dýrara að hefja slíka framleiðslu. „Við ákváðum því að byrja á að skoða fatnaðinn og ef það gengur vel að bæta þá kannski snyrtivörunum við.“ Ásta segir líka skipta máli að fyrirtækið hafi fengi til liðsinnis við sig breska fjárfestingarfélagið ESS fyrir um einu og hálfu ári. „Þeir fjárfestu í okkur sérstaklega með það í huga að tengja vörumerki Eskimo við einhvers konar vörur, fatnað, snyrtivörur eða annað, eins og til dæmis vatn eða matvöru.“Mikill uppgangur er á Indlandi og segir Ásta Eskimo klárlega njóta þess nú að hafa verið með þeim fyrstu til að koma sér fyrir í Bombay. „Við finnum að við höfum smáforskot á þessi stóru merki sem eru að koma inn á eftir okkur og að byrja að auglýsa sig upp núna.“ Áherslan er hins vegar á Indland og Ísland fyrsta kastið. Þá segir Ásta hjálpa til að vera búin að koma sér fyrir á Indlandi þar sem landið sé þekkt fyrir fataframleiðslu. „Þeir eru með verksmiðjur og við höfum greiðan aðgang að þeim, þótt við gerum þetta að vísu í mjög takmörkuðu upplagi til að byrja með. Á Indlandi erum við hins vegar með skrifstofur og fólk sem hjálpað getur til og fylgst með að allt sé í lagi komi til þess að við förum út í stórfellda framleiðslu.“ Frekari vöxt segir Ásta svo vel mögulegan enda Eskimo með útibú í sex löndum, Indlandi, Rússlandi, Slóvakíu, Tékklandi og Brasilíu, auk Íslands. „Við erum með ágætis markaðsstöðu í Síberíu og gengur vel. Við erum staðsett þar á miklu framleiðslusvæði en það er kannski seinni tíma músík. Núna einbeitum við okkur að Indlandi og Íslandi. Möguleikarnir á frekari vexti koma svo kannski dálítið í ljós þegar við höfum fundið okkur samstarfsaðila.“ Vörumerki Eskimo segist Ásta hins vegar myndu vilja sjá fara inn á Asíumarkað, Bandaríkin og svo heimamarkað á Íslandi til að byrja með. „En allt ræðst þetta svolítið af því hvað við erum heppin með samstarfsaðila.“Ákveðin forréttindi eru að sögn Ástu að fá að fylgjast með þeim miklu breytingum sem ríða yfir á Indlandi en þar hefur hagvöxtur verið hvað örastur í heiminum síðustu árin. Þegar Eskimo setti af stað skrifstofu í Bombay fyrir um tveimur árum var stórmál að koma upp tengingum við netið, hvað þá annað. „Núna eru allir með nettengingu og borgin mjög ört að fá á sig vestrænt yfirbragð. Reyndar er svolítið sorglegt að sjá borgina breytast svona hratt og verða vestrænni með hverjum deginum þótt auðvitað sé það spennandi líka.“ Þá segir hún hafa verið afar lærdómsríkt að koma inn á þennan markað þótt það hafi að vissu leyti verið erfitt líka.„Fólk kemur til dæmis alltaf of seint á fundi, skriffinnska er meiri og svo er samningatækni til dæmis allt öðru vísi. Stundum er eins og fólk þurfi að tala mjög mikið í kringum hlutina áður en hægt er að koma nokkru í verk, meðan hér er hægt að hefjast fyrr handa.“ Eitt það fyrsta sem Ástu var sagt að læra var indverska orðið „aramse“, en það þýðir „slakaðu á“, og hafi verið ótrúlega mikilvægt. „Ef maður gerði það ekki er hætta á að maður fengi taugaáfall. Þarna fylgir maður bara straumnum því ekki þýðir að synda á móti honum. Eftir nokkra mánuði uppgötvar maður að ekki er hægt að breyta Indlandi, maður verður bara að taka þátt og vera með. Aramse, það var mikilvægt að læra það,“ segir Ásta íhugul og klárar rólega úr tebollanum.
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira