AC Milan náði nú rétt í þessu samkomulagi við Real Madrid um kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo og mun landi hans Ricardo Olivera fara til Spánar í staðinn. Talið er að Ronaldo hafi kostað ítalska félagið um 8 milljónir evra, en Olivera fer sem lánsmaður á Bernabeu út leiktíðina. Félögin hafa þráttað um kaupin síðan í síðustu viku.