Erlent

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Bill Gates kynnir Vista-stýrikerfið.
Bill Gates kynnir Vista-stýrikerfið. MYND/AP

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun. Það hefur þegar verið sett á markað í sjötíu löndum, þar á meðal Íslandi. Vista leysir XP-stýrikerfið af hólmi en þróun þess hefur tekið talsvert lengri tíma en búist var við. Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, var því að vonum glaður þegar hann kynnti kerfið í gær og sagði að með því rynnu upp nýir tímar í tölvuheimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×