Erlent

Teddy Kollek látinn

Teddy Kollek
Teddy Kollek

Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár.

Teddy Kollek ávann sér virðingu meðal Palestínumanna, en var jafnan sannfærður um rétt Ísraela til þess að stjórna óskiptri Jerúsalem. Í grein sem hann skrifaði í tímaritið Foreign Affairs, árið 1988 sagði hann þó að það væri svigrúm til skiptingar valds í borginni, þar sem hvort þjóðarbrot fyrir sig hefði sjálfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×