Erlent

Mengunarkvóti fyrir embættismenn

Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því.

Sá útblástur er þó undanþeginn Kyoto bókuninni framtil ársins 2012. Bretar hófu að kaupa mengunarkvóta fyrir flug embættismanna sinna í apríl á síðasta ári og mun verja til þess um 400 milljónum króna á árunum 2007 til 2009.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs tilkynnti um kvótakaupin um áramótin, en nefndi ekki hversu miklu fé verður varið til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×