Erlent

Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. MYND/AP

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti.

Giuliani stefnir meðal annars að því að fá auðkýfinginn Fred Smith, í lið með sér, en hann er forstjóri FedEx, flutningarisans. Smith hefur raunar þegar lofað öldungadeildarþingmanninum John McCain stuðningi sínum, en ekki er óvenjulegt að bandarískir auðkýfingar styðji fleiri en einn frambjóðanda.

Í skjalinu er því spáð að aðrir frambjóðendur muni verja eitthundrað milljónum dollara í auglýsingar gegn Giuliani, þar sem bent sé á pólitíska veikleika hans, eins og þrjú hjónabönd hans hófsama afstöðu hans gagnvart byssueign og réttinda samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×