Guðmundur í Byrginu gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm 16. janúar 2007 19:18 Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira