Erlent

Grænlendingar vilja eiga olíuna einir

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi.

Grænlendingar vilja eiga sína olíu óskipt, þegar og ef hún byrjar að streyma. Þeir telja ekki Dani eiga neitt tilkall til tekna af henni. Danir og Grænlendingar funda nú í hinni svokölluðu heimastjórnarnefnd, þar sem meðal annars er fjallað um efnahagsmál. Talið er að mikla olíu og önnur auðævi sé að finna á grænlenska landgrunninu.

Færeyingar gera sér einnig miklar vonir um olíuframleiðslu og hafa þegar gert samning við Danmörku um að þeir einir eigi rétt á tekjum af hráefni sem finnist á þeirra landgrunni. Á þetta benti grænlenski þingmaðurinn Kuupik Kleist, í dag, fyrir fundinn í Kaupmannahöfn.

Bæði Færeyjar og Grænland fá háa styrki úr danska ríkisstjóðnum. Kleist taldi eðlilegt að það framlag verði endurskoðað, þegar olíupeningarnir byrja að streyma inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×