Fótbolti

Mikil ólga á Ítalíu í kjölfar lokunar leikvanga

AC Milan er eitt þeirra félaga sem munu þurfa að líða mikið fyrir nýjar reglur um öryggi á leikvöngum
AC Milan er eitt þeirra félaga sem munu þurfa að líða mikið fyrir nýjar reglur um öryggi á leikvöngum NordicPhotos/GettyImages

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag verður mikill fjöldi leikja í ítalska boltanum á næstunni spilaður fyrir luktum dyrum eftir að öryggisreglur voru hertar gríðarlega á Ítalíu í dag. Kostnaðurinn við hvern dag sem leikjum er frestað er talinn vera um 15 milljónir evra.

Ráðherrar á Ítalíu tilkynntu niðurstöður stífra fundarhalda sinna með forráðamönnum knattspyrnufélaganna í dag og eins og fram kom í fréttum hér á Vísi eru nokkur af stórliðunum að horfa fram á að spila fyrir luktum dyrum á næstunni - eða í það minnsta þangað til búið verður að komast að niðurstöðu í málum sem enn á eftir að ganga frá.

Þar er efst á baugi baráttan við knattspyrnubullur og verður sérstakur fundur á Ítalíu á morgun. Það á því ekki af ítalskri knattspyrnu að ganga þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×