Fótbolti

Catania fær þunga refsingu

NordicPhotos/GettyImages

Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins.

Talsmaður Catania segir að þessi niðurstaða muni ganga af borginni dauðri og vill hann meina að knattspyrnuliðinu sé refsað of grimmilega í ljósi þess að óeirðirnar áttu sér stað utan knattspyrnuleikvangsins. Catania verður óheimilt að spila á heimavelli sínum til 30. júní í sumar.

Catania var einnig sektað í september á síðasta ári og látið spila tvo leiki fyrir luktum dyrum eftir að stuðningsmenn liðsins lentu í átökum við stuðningsmenn Messina og Palermo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×