Fótbolti

Fjörið er á Bernabeu

Fyrirliðinn Raul Gonzalez skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á Bernabeu
Fyrirliðinn Raul Gonzalez skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik á Bernabeu AFP

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skemmst er frá því að segja að mesta fjörið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en þar hefur liðið 3-1 forystu gegn Bayern Munchen.

Aðeins hafa verið skoruð fjögur mörk í leikjunum fjórum í kvöld og komu þau öll á Bernabeu í Madrid. Þar kom gulldrengurinn Raul heimamönnum yfir 1-0 gegn Bayern eftir aðeins 10 mínútur. Brasilíumaðurinn Lucio jafnaði fyrir Bayern á 23. mínútu en aðeins 5 mínútum síðar var Raul fyrirliði búinn að koma heimamönnum yfir á ný. Það var svo hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem kom Real í 3-1 á 34. mínútu í þessum frábæra knattspyrnuleik.

Enn er markalaust hjá Celtic og Milan, PSV og Arsenal og svo í leik Lille og Man Utd í Frakklandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×