Fótbolti

Umdeilt mark Giggs tryggði United sigurinn

Ryan Giggs fagnar hér marki sínu í kvöld
Ryan Giggs fagnar hér marki sínu í kvöld AFP

Manchester United tryggði sér í kvöld mikilvægan 1-0 útisigur á franska liðinu Lille á útivelli í kvöld. Það var gamli refurinn Ryan Giggs sem skoraði mark enska liðsins beint úr umdeildri aukaspyrnu á 83. mínútu þegar hann vippaði boltanum í hornið á meðan leikmenn Lille voru enn að stilla upp í vörninni.

Franska liðið var sýnd veiði en ekki gefin og varðist mjög vel lengst af leik. Frakkarnir skoruðu reyndar mark í síðari hálfleik en það var dæmt af eftir sóknarbrot. Manchester United er því með góða stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Leikmenn Lille voru mjög ósáttir við ákvörðun dómarans að láta mark Giggs standa og um tíma leit út fyrir að þeir ætluðu allir að ganga af velli til að mótmæla dómnum. Ekkert varð þó úr því og leikurinn hélt áfram. Nokkur dramatík var líka í herbúðum Manchester United, en þar var Cristiano Ronaldo mjög óvænt skipt af velli í síðari hálfleiknum og var sá greinilega mjög ósáttur við ákvörðun þjálfara síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×