Viðskipti innlent

Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra

MYND/GVA

Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára.

Vörur vöru fluttar út fyrir 242,7 milljarða krónur í fyrra en inn fyrir 391,3 milljarða, að sögn Hagstofu. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 42,9 milljörðum króna lakari árið 2006 en árið 2005.

Í desember voru vörur fluttar út fyrir 20,1 milljarð króna en inn fyrir 33,3 milljarða, samkvæmt Hagstofunni.

Heildarverðmæti vöruútflutnings í fyrra nam 25,5 milljörðum króna, sem er 11,7 prósenta aukning á verðmæti á milli ára. Sjávarafurðir voru 51,3 prósent alls útflutning og jókst verðmæti þeirra um 1 prósent á milli ára. Hlutur iðnaðarvara nam 38 prósent en þar af var ál stærsti hluturinn. Þá jókst sala á skipum og flugvélum umtalsvert á árinu, að sögn Hagstofu.

Stærstur hluti innflutnings í fyrra voru hrá- og rekstrarvörur en hlutur þess nam 24,8 prósentum af öllum innflutningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×