Erlent

Aftur barist á Gaza ströndinni

Erfiðlega gengur að setja niður innbyrðist deilur Palestínumanna.
Erfiðlega gengur að setja niður innbyrðist deilur Palestínumanna. MYND/AP

Þrír Palestínumenn féllu og tíu særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni, í dag. Þeir féllu í hörðustu átökum sem orðið hafa síðan þjóðstjórnin var mynduð í Mekka, á dögunum. Með þjóðstjórninni var vonast til að hægt yrði að koma í veg fyrir borgarastríð milli Palestínumanna, en yfir níutíu manns höfðu fallið í innbyrðis átökum þeirra á vikunum þar á undan.

Það eru Hamas samtökin og Fatah sem takast á um völdin á heimstjórnarsvæðunum, en nú virðist einnig sem ættarerjur séu farnar að valda blóðsúthellingum. Samkvæmt fréttum frá Gaza ströndinni skiptu öryggissveitir sér ekki af bardögunum sem háðir voru í dag. Er þeim þar nokkur vorkun því þær vita ekki í fljótu bragði á hvern þær eiga að skjóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×