Erlent

Prodi lætur reyna á traust á þingi

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP

Forseti Ítalíu hefur beðið Romano Prodi að halda áfram sem forsætisráðherra landsins og láta reyna á traustsyfirlýsingu í þinginu. Giorgio Napolitano, forseti tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna. Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess að stjórnin segði af sér, en stuðningsmenn Prodis fóru fram á að hann fengi tækifæri til þess að sýna framá að hann geti myndað meirihluta á þingi.

Prodi sagði af sér á miðvikudag, eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um stefnu stjórnar sinnar í utanríkisrmálum. Hann hefur síðan verið að berja þingmenn sína til hlýðni og virðist hafa orðið nokkuð ágengt. Búist er við að atkvæðagreiðsla á þinginu um traustsyfirlýsingu taki tvo daga, í öldungadeildinni og neðri deild, og hefjist á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×