Friðsamleg mótmæli í dag 3. mars 2007 19:18 Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira