Fótbolti

Hitzfeld: Vörn Real er eins og gatasigti

NordicPhotos/GettyImages

Ottmar Hitzfeld segist vera mjög vongóður um að hans menn í Bayern Munchen slái Real Madrid út úr Meistaradeildinni þegar liðin mætast öðru sinni í 16-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Real marði 3-2 sigur í síðustu viku og segir Hitzfeld að ekki einu sinni Fabio Capello geti stoppað upp í lélegan varnarleik spænska liðsins.

"Meira að segja Fabio Capello - sá frábæri varnarþjálfari - getur ekki stoppað upp í lélega vörn þeirra. Möguleikar okkar eru betri en 50% á að komast áfram og við höfum þegar sýnt fram á það að við getum sett á þá pressu og nýtt okkur veikleika þeirra," sagði Hitzfeld öruggur með sig í samtali við þýska blaðið Frankfurter Allgemeine í dag.

Hann var spurður hvort til greina kæmi að hann héldi áfram með lið Bayern eftir leiktíðina, en svaraði því afdráttarlaust neitandi - hann ætli að snúa sér aftur að sjónvarpsstörfum að leiktíð lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×