Fótbolti

Barcelona þarf að brjóta 40 ára hefð

Barcelona bíður erfitt verkefni í titilvörninni
Barcelona bíður erfitt verkefni í titilvörninni NordicPhotos/GettyImages

Evrópumeistarar Barcelona eiga erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar liðið sækir Liverpool heim í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966.

Liverpool er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Anfield þar sem liðið hefur 2-1 forystu úr fyrri leiknum í Barcleona. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið hafði 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2000/01.

Leikur Liverpool og Barcelona verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn annað kvöld og hefst útsending klukkan 19:30. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma og leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2.

Á miðvikudagskvöldið verður leikur Arsenal og PSV Eindhoven sýndur á Sýn klukkan 19:30, Bayern - Real Madrid á Sýn Extra og Manchester United - Lille á Sýn Extra 2.

Á fimmtudaginn verður svo leikur Newcastle og AZ Alkmaar í Evrópukeppni félagsliða sýndur beint á Sýn klukkan 19:20, en þar verður Grétar Rafn Steinsson í eldlínunni með hollenska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×