Fótbolti

Wenger vonsvikinn

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger var eðlilega mjög vonsvikinn í gær þegar hans menn í Arsenal féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli við hollenska liðið PSV á Emirates. Hann sagði þó engan tíma til að vera að velta sér upp úr tapinu - ný og erfið verkefni bíði liðsins á næstu vikum.

"Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði fyrir okkur því við vorum staðráðnir í að fara áfram í keppninni. Það sem er mikilvægast fyrir okkur núna er að halda haus, því við eigum eftir að tryggja okkur sæti í keppninni á næsta ári.

Við spiluðum sæmilega að þessu sinni, en það varð okkur aftur að falli að nýta ekki færin okkar. Þetta voru grimm örlög en það er ekki hægt að segja að menn hafi ekki lagt sig fram. PSV spilaði vel og var skipulagt. Alex hélt liðinu inni í leiknum og gerði svo út um þetta með markinu. Við réðum ferðinni - en þeir voru gríðarlega skipulagðir," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×