Erlent

Kínverjar til tunglsins

Þessa mynd af tunglinu tók Óskar P. Friðriksson, í Vestmannaeyjum.
Þessa mynd af tunglinu tók Óskar P. Friðriksson, í Vestmannaeyjum.

Kínverjar ætla að senda könnunargeimfar til tunglsins á þessu ári og senda mannað geimfar þangað innan fimmtán ára. Kínverjar hafa tvisvar sent mönnuð geimför á braut um jörðu, það fyrra árið 2003. Þeir eru því þriðja geimferðaþjóðin, á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum.

Fyrir tunglferðina eru Kínverjar að smíða nýja eldflaug sem áætlað er að verði tilbúin eftir sex eða sjö ár. Fram að tunglferðinni verða farnar margar ferðir á braut um jörðu, og ætlunin er að farið verði í fyrstu geimgönguna á næsta ári. Einnig er ætlunin að fljúga mönnuðu geimfari í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×