Erlent

Ekki ég, ég er dauð

Glenda var ekki í kistunni.
Glenda var ekki í kistunni.

Glenda Askew var gripin slíkri skelfingu þegar hún var kvödd fyrir dómara vegna hraðaksturs, að hún ákvað að kveðja þetta líf. Breska Sky fréttastofan segir frá því að Glenda hafi sent lögreglunni bréf á nafni dóttur sinnar þar sem sagði; "Móðir mín getur ekki mætt, þar sem hún er látin. Ég er að fara í gegnum persónulega muni hennar og svara bréfum."

Bréfið vakti nokkrar grunsemdir og málið var kannað. Það kom auðvitað í ljós að Glenda var heima hjá sér, og við bestu heilsu. Hún endaði því fyrir dómara, í fyrradag, sem dæmdi hana í sex mánaða fangelsi, fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Dómurinn var þó skilorðsbundinn í eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×