
Fótbolti
Thomas Doll tekur við Dortmund

Thomas Doll hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Dortmund í Þýskalandi og tekur við af Jörgen Röber sem var rekinn í gær. Dortmund er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Doll var síðast hjá liði Hamburg í úrvalsdeildinni en þar var hann rekinn í febrúar þar sem liðið sat í botnsætinu. Doll hefur skrifað undir eins árs samning við félagið, sem varð Evrópumeistari fyrir tíu árum.