Fótbolti

Van Bommel verður ekki með gegn Milan

Van Bommel er hér í baráttu við Marco Materazzi hjá Inter Milan
Van Bommel er hér í baráttu við Marco Materazzi hjá Inter Milan NordicPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá Bayern Munchen mun að öllum líkindum missa af báðum leikjunum við AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Van Bommel var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd knattspyrnusambands Evrópu og eru forráðamenn Bayern mjög ósáttir við þessa niðurstöðu.

Van Bommel var rekinn af velli með tvö gul spjöld í síðari leiknum við Real Madrid á dögunum og fær fyrir það eins leiks bann. Þar að auki þótti aganefndinni hann hafa sýnt áhorfendum Real ósæmilega framkomu í fyrri leik liðanna í Madrid og því var litið á rauða spjaldið hans í leiknum á eftir sem "skilorðsbrot"

Forráðamenn Bayern Munchen eru afar ósáttir við þessa niðurstöðu og ætla að áfrýja henni, enda má liðið ekki við því að vera án hans í leikjunum mikilvægu við AC Milan. Auk leikbannsins var Van Bommel gert að greiða fjársekt og hann skikkaður til að vinna kynningarstarf fyrir knattspyrnusambandið - ekki ósvipað og Zinedine Zidane þurfti að gera eftir ofbeldistilburði sína í úrslitaleik HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×