Fótbolti

Makaay segr Bayern þurfa kraftaverk

Roy Makaay segir að álagið sé mikið á leikmenn Bayern þessa dagana.
Roy Makaay segir að álagið sé mikið á leikmenn Bayern þessa dagana. MYND/Getty

Hollenski framherjinn Roy Makaay hjá Bayern Munchen segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að verja meistaratitil sinn í Þýskalandi frá því í fyrra. Níu stigum munar á Bayern og toppliðinu Schalke þegar aðeins átta leikir eru eftir og telur Makaay að það sé einfaldlega of lítið.

"Fyrir mér er þetta mjög einfalt - við þurfum á kraftaverki að halda," sagði Makaay við þýska fjölmiðla. "En sárabótin er sú að við erum ennþá með í Meistaradeildinni og til að bjarga tímabilinu verðum við að ná árangri þar," bætti hann við.

Bayern er sem stendur í fjórða sæti þýsku deildarinnar og er fjarri því að vera öruggt um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Makaay segir að á vissan hátt sé góður árangur liðsins í Meistaradeildinni nú að skemma fyrir þeim í deildinni. "Það er meira álag á okkkur en hinum liðunum og því hafa keppinautar okkar ákveðið forskot á okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×