Fótbolti

Rummenigge ósáttur við dómaraval

Rummenigge er ekki hrifinn af rússneskum dómurum
Rummenigge er ekki hrifinn af rússneskum dómurum AFP

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munchen, hefur lýst yfir áhyggjum sínum í kjölfar þess að lítt reyndur rússneskur dómari var settur á leik liðsins gegn AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinna. Rummenigge segir rússneska dómara ekki hafa reynst liði sínu vel í keppninni til þessa.

"Dómaravalið fyrir leikinn kom okkur öllum óþægilega á óvart. Okkur þykir skrítið á Rússi - meira að segja óreyndur Rússi - skuli dæma leikinn. Það var einmitt rússneskur dómari sem varð okkur að falli þegar við duttum út fyrir Milan í 16-liða úrslitum keppninnar í fyrra. Ég vona svo sannarlega að ekkert slíkt verði uppi á teningnum í ár," sagði Rummenigge.

Dómarinn sem um ræðir heitir Yuri Basakakov og hefur verið FIFA dómari í sjö ár. Hann hefur dæmt fjóra leiki í Meistaradeildinni í vetur og einn leik í undankeppni EM - leik Bosníu og Grikkja. Síðasti Evrópuleikur Rússans var leikur Braga og Tottenham í UEFA keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×