Fótbolti

Hargreaves: Við erum í betri stöðu

Þjóðverjarnir fögnuðu ógurlega eftir jöfnunarmark Daniels van Buyten
Þjóðverjarnir fögnuðu ógurlega eftir jöfnunarmark Daniels van Buyten NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen sagði sína menn svekkta með vítaspyrnudóminn sem færði AC Milan annað markið í 2-2 jafntefli liðanna í kvöld. Hann segir þýska liðið þó klárlega í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn í Munchen.

"Við vorum gríðarlega svekktir með vítaspyrnudóminn og hvernig staðið var að honum, en við náðum að koma til baka og erum nú í kjörstöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Fyrri hálfleikur var mjög erfiður þar sem þeir spiluðu með fimm miðjumenn og einn framherja - og fyrir vikið áttum við litla möguleika. Í þeim síðari vorum við hinsvegar mikið betri og náðum að þrýsta þeim út í að gera mistök. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við erum í betri stöðu núna, ef tekið er mið af leiknum gegn Real Madrid í 16-liða úrslitunum. Við erum í betri stöðu nú en við vorum þá," sagði Hargreaves. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×