Fótbolti

Mourinho: Ég hef ekki efni á að hvíla lykilmenn

AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki geta leyft sér sama munað og kollegi hans hjá Valencia þegar kemur að því að hvíla leikmenn. Þjálfari Valencia hvíldi framherjann David Villa í deildinni um helgina en Mourinho tefldi fram sínu sterkasta liði í ensku úrvalsdeildinni.

"Þeir hvíldu megnið af sínum bestu leikmönnum í deildinni en það get ég ekki gert. Þetta er munurinn á liði sem er að reyna að vinna Meistaradeildina og liði sem er að reyna að vinna alla titla sem í boði eru," sagði Mourinho og hrósaði framherja sínum Didier Drogba sérstaklega.

"Drogba er meira en markaskorari að mínu mati. Framlag hans til liðsins er ómetanlegt, hvort sem hann skorar eða ekki. Hann skoraði ekki í leiknum gegn Tottenham, en vinna hans í þeim leik var frábær. Það er stórkostlegt að sjá hvað hann leggur sig fram í hverjum leik og hann er maður sem ég vil alltaf hafa í byrjunarliðinu. Það gæti samt auðvitað unnið gegn okkur ef hann verður þreyttur. Það má vel vera að eitt mark dugi okkur til sigurs í kvöld, en þeir fara áfram ef leikurinn fer 0-0 og það gæti haft áhrif á það hvernig leikurinn spilast," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×