Fótbolti

Ítalir herma eftir Englendingum

AFP
Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum.

„Þetta er mikilvægt skref til þess að róa andrúmsloftið á ítölskum knattspyrnuvöllum." sagði yfirmaður ítölsku Ólympíunefndarinnar, Gianni Petrucci. Nefndin ætlar sér að þjálfa 70 menn sem eiga síðan að stjórna öryggisgæslu á leikjum.

Með þessu á að reyna að koma í veg fyrir aukið ofbeldi á knattspyrnuleikjum á Ítalíu. Skemmst er þess að minnast þegar lögreglumaður var myrtur í óeirðum eftir knattspyrnuleik á Ítalíu.

Átök urðu einnig á milli áhangenda Roma og Manchester United á leik þeirra í meistaradeildinni og hlutu lögreglumenn miklar skammir fyrir framferði sitt. Á leik liðanna í Englandi var minna um ofbeldi og segja Ítalarnir að það sé vegna þess að öryggisgæslan hafi verið mun fjölmennari og betur þjálfaðri en á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×