Messi eða Maradona? (myndband) 19. apríl 2007 13:56 Leo Messi stimplaði sig inn í sögubækur með marki sínu í gærkvöldi AFP Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér. Spænski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér.
Spænski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira