Fótbolti

Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir

MYND/Getty Images

Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. Með því hefði framherjinn orðið fyrir meðal annars siðferðilegu og tilvistarlegu tjóni eins og lögmaður hans orðaði það.

Fer Vieri fram á níu milljónir evra í bætur frá félaginu og 12 milljónir til viðbótar frá símafyrirtæki á Ítalíu sem á að hafa afhent einkaspæjaranum upplýsingar um símtöl Vieris.

Það var rannsóknarnefnd ítalska knattspyrnusambandsins sem greindi fyrst frá njósnum Inter en félagið á einnig að hafa njósnað um Massimo De Santis, dómara sem sakfelldur var fyrir spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×