Innlent

Rannsókn á afleiðingum tekjutengingar ellilífeyris

MYND/GVA

Afleiðingar þess að afnema tekjutengingu ellilífeyris og bóta til öryrkja eru skoðaðar í nýrri rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt er í dag. Hún ber heitið "Framleiðnimæling og ávinningur af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja."

Í rannsókninni er gerð greining á starfsmannaskorti í atvinnulífinu, með sérstakri áherslu á verslun. Einnig eru hugsanlegar lausnir skoðaðar.

Dr. Sveinn Agnarsson hagfræðingur Hagfræðistofnunar gerði samanburð á framleiðni í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Bæði miðað við fyrri tímabil og þróun í öðrum löndum. Þá skoðaði Dr. Sigurður Jóhannesson hvort hagkvæmara væri fyrir ríkið að skerða ekki ellilífeyri og aðrar bætur. Sérstaklega í þeim tilfellum þar sem fólk kýs að vinna og fær í staðinn auknar skatttekjur.

Rannsóknin er unnin í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar.

Frekari niðurstöður skýrslunnar verða birtar síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×