Heiðar lék á 72 höggum í dag 24. apríl 2007 16:36 Mynd/Stefán Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira