Innlent

Sólmyrkvi í Reykjavík -ekki þó alveg strax

Óli Tynes skrifar
Sólmyrkvi verður þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólar.
Sólmyrkvi verður þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólar.

Almyrkvi á sólu verður í Reykjavík þann 12. ágúst árið 2026, - eða eftir 19 ár. Um þetta má lesa á heimasíðu Halldórs Björnssonar veðurfræðings sem nú er í rannsóknarleyfi í Montreal í Kanada. Halldór segir að þetta verði góður sólmyrkvi. Hann hefst klukkan korter í fimm eftir hádegi og lýkur um tveim tímum síðar.

Almyrkvinn verður svo klukkan 17:48 og stendur í 54 sekúndur. Sólsetur þennan dag er ekki fyrr en um 10 að kvöldi svo sólin verður nægilega hátt á lofti. Halldór lýsir sjálfum sér þannig að hann sé vísindafíkill sem lesi lélegar bókmenntir í miklu magni og setji á síðu sína æsifréttir úr ríki náttúrunnar. Dæmi: "Breiðarmerkurjökull á leið til sjávar."

Ýmsan fróðleik má lesa á heimasíðu Halldórs, svosem hversvegna stórar ár á sveigja til hægri þegar þær koma út í sjó, á norðurhveli jarðar. Það tengist vangaveltum hans um gervihnattamynd af Kárahnjúkum og Hálslóni, sem birt er á síðunni.

Heimasíða Halldórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×