Innlent

Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu

Neyðarlínan. Stjórnstöð lögreglu.
Neyðarlínan. Stjórnstöð lögreglu. MYND/Hari

Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins.

Viðbragðsgeta neyðarþjónustaaðila eins og lögreglu, björgunarsveita, slökkviliðs og annarra mun stórbatna með tilkomu kerfisins segir í fréttatilkynningu. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra mun halda stutta framsögu við opnun kerfisins í Skógarhlíð í dag.

Uppbyggingu kerfisins verður lokið að fullu á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×