Körfubolti

Detroit tók Chicago í kennslustund

Jason Maxiell treður hér með tilþrifum yfir Tyrus Thomas hjá Chicago í leiknum í gærkvöldi
Jason Maxiell treður hér með tilþrifum yfir Tyrus Thomas hjá Chicago í leiknum í gærkvöldi NordicPhotos/GettyImages

Detroit Pistons bauð Chicago Bulls velkomið í aðra umferð úrslitakeppninnar í nótt með stórsigri 95-69 á heimavelli sínum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Chicago skoraði aðeins 28 stig í síðari hálfleiknum og þótti fyrnasterkur varnarleikur Detroit-liðsins minna á þann sem tryggði liðinu meistaratitilinn árið 2004.

Chicago var einfaldlega tekið í kennslustund í Auburn Hills í gærkvöldi og líktist sannarlega ekki liðinu sem sópaði Miami út 4-0 nokkrum dögum áður. Chicago hitti úr innan við 33% skota sinna utan af velli í leiknum. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu 20 stig hvor fyrir Detroit og Rasheed Wallace og Tayshaun Prince 13 hvor. Luol Deng var eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleiknum hjá Chicago og setti 18 stig og Kirk Hinrich skoraði 15 stig en enginn annar leikmaður Chicago komst yfir 10 stiga múrinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×