Innlent

Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Hjálma H. Ragnarsson rektor og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri við undirritunina í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Hjálma H. Ragnarsson rektor og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri við undirritunina í dag. MYND/Heiða

„Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans." Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að borgin afhendi skólanum að gjöf 11 þúsund fermetra lóð í Vatnsmýri. Þar getur Listaháskólinn annað hvort byggt nýtt hús, eða ráðstafað lóðinni til annarra aðila ef aðrir kostir innan borgarmarkanna bjóðast.

Menntamálaráðuneytið mun árlega leggja 210 milljónir til skólans í sérstakt húsnæðisframlag frá því að skólinn flytur í nýja húsið.

Þá er gert ráð fyrir að skólinn geti samið við félög og aðra aðila um byggingu og rekstur húsnæðisins.

Opin samkeppni verður um hönnun byggingarinnar, en stefnt er að því að húsið verði tekið í notkun haustið 2011. Áætlað er að byggingin verði að lágmarki rúmir 13 þúsund fermetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×