Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Kristinn Hrafnsson skrifar 20. maí 2007 13:36 Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri. Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri.
Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira