Viðskipti erlent

Helmingur Ipod eigenda vill Iphone

Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið.

Reyndar varð Iphone langt á eftir Nokia, Sony Ericsson, Samsung og Motorolla sem eru á meðal vinsælustu farsíma álfunnar.

„Eigendur Ipod voru einnig mun líklegri til þess að gefa Apple bestu einkunn. Það er mikil vörumerkjatryggð við Ipod sem Apple getur nýtt sér," segir Pete Cunningham rannsóknarstjóri Canalys sem framkvæmdi könnunina.

Iphone kemur á markað í Bandaríkjunum í Júní en í fyrsta lagi eftir hálft ár í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×